Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Patrick Pedersen með sýningu gegn ÍBV
Pedersen er orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 16 mörk í 19 leikjum.
Pedersen er orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 16 mörk í 19 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 5 - 1 ÍBV
0-1 Atli Arnarson ('20)
1-1 Patrick Pedersen ('56)
2-1 Haukur Páll Sigurðsson ('59)
3-1 Patrick Pedersen ('61)
4-1 Patrick Pedersen ('65)
5-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('88)

Valur þurfti ekki nema tíu mínútur til að gjörsamlega valta yfir ÍBV er liðin mættust í gífurlega mikilvægum leik á Hlíðarenda.

Atli Arnarson kom Eyjamönnum yfir eftir fyrirgjöf frá Diogo Coelho snemma leiks. Valsmenn fengu tvö tækifæri til að jafna en þau fóru forgörðum og staðan 0-1 í hálfleik.

Heimamenn mættu grimmir til leiks eftir leikhlé og var Patrick Pedersen búinn að jafna snemma í síðari hálfleik.

Jöfnunarmarkið hefur komið Eyjamönnum úr jafnvægi því Haukur Páll Sigurðsson skoraði skömmu eftir jöfnunarmarkið og bætti Patrick tveimur mörkum við í kjölfarið.

Þetta virkaði alltof auðvelt fyrir Val sem náði að snúa stöðunni úr 0-1 í 4-1 á tæpum tíu mínútum.

Leikurinn dó út við þetta en Guðjón Pétur Lýðsson bætti fimmta marki Valsara við undir lokin.

Íslandsmeistararnir færast nær titlinum með þessum sigri og setja pressu á bikarmeistara Stjörnunnar í toppbaráttunni. Stjarnan þarf sigur gegn KA á miðvikudaginn til að halda í við Val.

Gengi Eyjamanna hefur verið slæmt upp á síðkastið og er liðið fjórum stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner