Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toronto var „500. fórnarlamb" Zlatan
Geggjaður leikmaður.
Geggjaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic skoraði sitt 500. mark á atvinnumannaferlinum í gær.

Hann skoraði í 5-3 tapi LA Galaxy gegn Toronto í MLS-deildinni en markið var af glæsilegri gerðinni.

„Auðvitað er ekki gott að tapa en ég er glaður fyrir Toronto þar sem þeirra verður minnst sem mitt 500. fórnarlamb," sagði Zlatan við TSN eftir leikinn.

Zlatan er kominn með 17 mörk í 22 leikjum síðan hann gekk í raðir LA Galaxy frá Manchester United fyrr á þessu ári. Zlatan skoraði þá 18 mörk fyrir Malmö, 48 fyrir Ajax, 26 fyrir Juventus, 66 fyrir Inter Milan, 22 fyrir Barcelona, 56 fyrir AC Milan, 156 fyrir PSG, 29 fyrir Man Utd og 62 fyrir sænska landsliðið.

Magnaður ferill hjá þessum skemmtilega leikmanni. Af þeim leikmönnum sem eru að spila í dag eru Zlatan, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo einu leikmennirnir sem náð hafa að skora 500 mörk á atvinnumannaferli sínum.

Hér að neðan er markið magnaða sem Zlatan skoraði í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner