Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. september 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Valinn í argentínska landsliðið í fyrsta sinn - „Draumur allra barna"
Thiago Almada
Thiago Almada
Mynd: EPA
Thiago Almada, leikmaður Atlanta United í MLS-deildinni, er í fyrsta sinn í argentínska landsliðinu, en frammistaða hans í Bandaríkjunum hefur vakið verðskuldaða athygli.

Almada, sem er 21 árs gamall sóknartengiliður, kom til Atlanta frá Velez á síðasta ári.

Á fyrsta tímabili hans í MLS deildinni skoraði hann sex mörk og lagði upp ellefu.

Frammistaða hans hefur veirð það góð í Bandaríkjunum að Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins, fór að fylgjast með honum og nú hefur hann valið hann í hópinn fyrir verkefnið í þessum mánuði.

Þetta er í fyrsta sinn sem Almada er valinn í landsliðið en Argentína spilar við Hondúras og Jamaíka í lok mánaðarins.

„Augljóslega er það draumur allra barna að vera valinn í landsliðið. Þetta er uppskeran eftir allt sem ég hef gert síðan ég varð atvinnumaður og jafnvel fyrir það. Þetta er draumur allra að spila fyrir landsliðið." sagði Almada.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner