Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. desember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM um helgina - Draumaúrslitaleikur á sunnudag
Lionel Messi og Kylian Mbappe.
Lionel Messi og Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Mynd: Getty Images
laugardagur 17. desember
15:00 Bronsleikurinn: Króatía - Marokkó

sunnudagur 18. desember
15:00 Úrslitaleikurinn: Argentína - Frakkland

Það er úrslitastund á HM í Katar um helgina. Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleiknum á sunnudag. Í augum margra er það leikur Mbappe gegn Messi.

Það eina sem vantar í ferilskrá Messi er heimsmeistarabikarinn. Á sunnudag leikur hann sinn síðasta heimsmeistaraleik.

Mbappe var meðal markaskorara þegar Frakkland vann Króatíu 4-2 í úrslitaleik HM 2018.

Frakkland aldrei unnið HM á Deschamps
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, kann svo sannarlega listina að vinna fótboltaleiki. Hann var fyrirliði Frakklands sem vann HM á heimavelli 1998.

Hann stýrði Frökkum til sigurs 2018 og er nú aðeins fjórði þjálfarinn til að stýra landi til tveggja HM úrslitaleikja í röð. Hann getur orðið aðeins annar þjálfarinn, á eftir Vittorio Pozzo sem stýrði Ítalíu til sigurs 1934 og 1938, til að vinna titilinn tvisvar í röð.

Argentína hefur líka unnið HM tvisvar líkt og Frakkland; 1986 í Mexíkó og á heimavelli 1978.

En fyrst er það bronsleikurinn
Króatía mætir Marokkó klukkan 15 á laugardag í leiknum um þriðja sætið. Króatar tóku silfurverðlaunin fyrir fjórum árum og nú er markmið þeirra að koma heim með bronsið. En Marokkó hefur unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar og getur bætt rós í hnappagatið með því að fá bronsmedalíur um hálsinn.
Athugasemdir
banner