Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 17. janúar 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Reynir að fá Keane til Forest
Roy Keane og Martin O'Neill.
Roy Keane og Martin O'Neill.
Mynd: Getty Images
Martin O'Neill var í vikunni ráðinn stjóri Nottingham Forest sem situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

O'Neill var landsliðsþjálfari Írlands en þar var Roy Keane hans aðstoðarmaður. Á fréttamannafundi í dag var O'Neill spurður að því hvort Keane gæti orðið aðstoðarstjóri Forest.

„Ég vil að hann komi til okkar. Hann þarf að ganga frá ýmsum málum sjálfur og við höfum rætt saman," segir O'Neill.

„Það er laus staða fyrir hann hér og ég vona að hann mæti. Það eru samt ýmsir hlutir sem hann þarf að skoða svo kannski kemur hann ekki. En hann ætlar að láta mig vita."

„Við náðum vel saman hjá írska landsliðinu og áttum frábæran tíma þar. Það getur stundum verið krefjandi að vinna með honum en ég er meðvitaður um það og það gerir hann ansi sérstakan."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner