Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. febrúar 2019 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg úrslit í C-deild á Ítalíu - Með sjö á skýrslu
Mynd: Twitter
Það var fáránlegur leikur í Seríu C á Ítalíu í dag. Leikurinn var í A-riðli og var á milli Cuneo og Pro Piacenza.

Pro Piacenza er í miklum fjárhagsvandræðum og var aðeins með sjö leikmenn á skýrslu í dag. Allir þessir leikmenn eru unglingar. Þrátt fyrir að Pro Piacenza hafi aðeins verið með sjö leikmenn á skýrslu var ákveðið að spila leikinn. Þjálfari liðsins í dag er 19 ára gamall, en hann spilaði einnig leikinn.

Þetta var aldrei að fara enda vel fyrir Pro Piacenza og var staðan orðin 16-0 í hálfleik. Cuneo róaði leik sinn aðeins í seinni hálfleiknum og urðu lokatölur 20-0.

Cuneo er í 11. sæti deildarinnar, en Pro Piacenza er á botninum með átta stig.

Þess ber að geta að Cuneo hafði fyrir leikinn í dag skorað 18 mörk. Nú er liðið búið að skora 38 mörk.

Sveinn Aron Guðjohnsen er að spila í Seríu C á Ítalíu, en hann leikur í B-riðlinum með Ravenna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner