Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 18:38
Arnar Helgi Magnússon
Danmörk: FCK deildarmeistari - Fjórir Íslendingar spiluðu í dag
Útlitið er ekki gott fyrir Kjartan Henry
Útlitið er ekki gott fyrir Kjartan Henry
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta umferð dönsku úrvalsdeildarinnar var leikin í dag en nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni.

FCK er danskur deildarmeistari eftir sigur á Hobro í deildinni í dag. Midtjylland endaði í öðru sæti, einungis stigi á eftir FCK.

Hjörtur Hermansson lék í hjarta varnarinnar hjá Brøndby sem að mætti Horsens. Leiknum lauk með 1-3 sigri Brøndby og endar liðið í fjórða sætinu.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel sem að mætti Nordsjælland. Eina mark leiksins kom á 84. mínútu og það gerði Andreas Olsen fyrir Nordsjælland. Jón Dagur var tekinn útaf stuttu síðar. Vendsyssel endar í tólfta sæti.

Einu sæti ofar eða í ellefta sæti, endar lið Eggert Gunnþórs, Sønderjyske. Liðið tapaði gegn Midtjylland í lokaumeferðinni í dag en Eggert Gunnþór spilaði allan leikinn fyrir Sønderjyske.

Kjartan Henry Finnbogason lék allan tímann í liði Vejle sem að tapaði fyrir Esjberg, 2-1. Vejle endar því í neðsta sæti deildarinnar.

Ekki er þó öll von út fyrir Kjartan Henry og Vejle en nú hefst „önnur keppni."

Nú er þessari hefðbundnu deildarkeppni lokið og nú skiptist deildin upp í tvær „minni deildir." Efstu sex liðin mætast nú aftur, heima og heiman en liðið sem endar með flest stig eftir þá keppni er danskur meistari.

Átta neðstu liðin mætast síðan innbyrðis þar sem að skorið er úr um það hvaða lið fellur og hvaða lið nær að halda sér uppi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner