Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 17:12
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Nýlega byrjaðir að þróa þetta verkefni
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var ánægður þegar fréttamenn spurðu hann spurninga að leikslokum eftir 1-2 sigur Liverpool gegn Fulham í dag.

Sadio Mane kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna og kom sigurmarkið ekki fyrr en eftir 80. mínútu þegar James Milner skoraði úr vítaspyrnu.

„Við byrjuðum mjög vel en týndum svo aðeins taktinum. Ég er ekki sérlega reyndur stjóri og lendi í svona vandræðum eftir Meistaradeildarleiki. Við vorum smá ryðgaðir í dag og áttum að klára leikinn í stöðunni 0-1 en gerðum ekki, þá geta svona hlutir gerst í fótbolta. Þeir verðskulduðu markið sitt en við verðskulduðum sigurinn," sagði Klopp.

„Ég verð að segja að þetta er búinn að vera frábær dagur. Fólk segir að við höfum ekki verið nægilega sannfærandi, það verður að átta sig á því að við erum bara nýlega byrjaðir að þróa þetta verkefni."

Milner kom af bekknum í síðari hálfleik og fékk skýr fyrirmæli frá Klopp um að róa leikinn niður. Fyrsta sem hann gerði var þó að gefa hættulega háa sendingu aftur á Virgil van Dijk sem skallaði knöttinn til Alisson í markinu. Ryan Babel komst fyrir sendinguna og jafnaði fyrir Fulham þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

„Ég er ánægður með að hafa skipt honum inná. Þetta er það sem ég kalla innkomu!"

Milner bætti þó upp fyrir sendinguna með því að gera sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner