Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 14:59
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sara í harðri titilbaráttu - Bremen vann í Leverkusen
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sara Björk Gunnarsdóttir var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg sem endurheimti toppsæti þýsku deildarinnar með góðum sigri á útivelli gegn Freiburg.

Freiburg komst yfir snemma leiks en Pernille Harder var ekki lengi að jafna fyrir Wolfsburg og hélst staðan jöfn þar til í síðari hálfleik.

Pia Wolter kom Wolfsburg þá yfir á 68. mínútu áður en Ewa Pajor bætti þriðja markinu við og innsiglaði sigurinn. Freiburg minnkaði muninn undir lok uppbótartímans en það nægði ekki til.

Wolfsburg er búið að jafna Bayern München á stigum á toppi deildarinnar og er með aðeins betri markatölu þrátt fyrir 5-0 sigur Bayern gegn Potsdam í dag.

Í karlaboltanum átti Bayer Leverkusen heimaleik gegn Werder Bremen í Evrópubaráttunni.

Gestirnir frá Bremen voru betri í fyrri hálfleik og leiddu 0-2 eftir mörk frá Max Kruse og Milot Rashica.

Heimamenn tóku öll völd á vellinum eftir leikhlé en náðu ekki að koma knettinum í netið fyrr en Leon Bailey skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu.

Heimamenn héldu áfram að sækja í sig veðrið en það var Kruse sem innsiglaði sigur gestanna eftir skyndisókn á lokamínútunum.

Freiburg 2 - 3 Wolfsburg
1-0 S. Starke ('3)
1-1 Pernille Harder ('9)
1-2 Pia Wolter ('68)
1-3 Ewa Pajor ('85)
2-3 S. Sanders ('94)

Leverkusen 1 - 3 Werder Bremen
0-1 Max Kruse ('13 )
0-2 Milot Rashica ('37 )
1-2 Leon Bailey ('75 )
1-3 Max Kruse ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner