Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. mars 2021 20:20
Aksentije Milisic
Ítalía: Mögnuð endurkoma Torino - Þrjú mörk á 13 mínútum
Emil kom inn á undir lokin
Mikill fögnuður.
Mikill fögnuður.
Mynd: Getty Images
Torino 3 - 2 Sassuolo
0-1 Domenico Berardi ('6 )
0-2 Domenico Berardi ('38 )
1-2 Simone Zaza ('77 )
2-2 Rolando Mandragora ('86 )
3-2 Simone Zaza ('90 )

Torion og Sassuolo mættust í eina leik dagsins í Serie A deildinni en þetta var frestaður leikur.

Leikurinn var sérstaklega mikilvægur fyrir heimamenn í Torino en þeir eru í bullandi fallbaráttu og hafa verið í miklu basli á þessu tímabili.

Hlutirnir litu mjög illa út fyrir Torino en þegar tæplega korter var eftir af leiknum leiddu gestirnir frá Sassuolo með tveimur mörkum gegn engu. Domenico Berardi gerði bæði mörk gestanna.

Simone Zaza minnkaði hins vegar muninn fyrir Torino á 77. mínútu og það gaf liðinu mikla orku. Fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Rolando Mandragora metin og á 90. mínútu var Zaza aftur á ferðinni.

Leikmenn Torino fögnuðu sigurmarkinu mikið en þetta voru risa stór stig fyrir þá. Með sigrinum komst Torino upp fyrir Cagliari og úr fallsæti.

Í ítölsku C-deildinni vann Padova 4-0 heimasigur á FeralpiSalo. Padova er í efsta sæti eftir 31 leik með tveggja stiga forskot.

Emil Hallfreðsson byrjaði á varamannabekknum í dag en kom inn á þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Frosinone 34 7 10 17 41 63 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 71 -45 15
Athugasemdir
banner
banner
banner