Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen færist nær titlinum
Leverkusen ætlar að taka titilinn í ár
Leverkusen ætlar að taka titilinn í ár
Mynd: EPA
Emre Can skoraði úr víti
Emre Can skoraði úr víti
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen vann 22. deildarleik sinn á tímabilinu er liðið heimsótti Freiburg í dag en leiknum lauk með 3-2 sigri Leverkusen sem er áfram með tíu stiga forystu á toppnum.

Leverkusen hefur verið eitt besta lið Evrópu á þessari leiktíð og ekki enn tapað leik í öllum keppnum.

Það var allt svona nokkurn veginn eftir bókinni í dag. Florian Wirtz kom Leverkusen í 1-0 en Ritsu Doan jafnaði átta mínútum síðar.

Gestirnir í Leverkusen skoruðu tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn og héldu þannig tveggja marka forystu fram að 79. mínútu er Yannik Keitel minnkaði muninn.

Lengra komst Freiburg ekki. Leverkusen er áfram á toppnum með 70 stig, tíu stiga forystu á Bayern München þegar átta umferðir eru eftir.

Borussia Dortmund vann á meðan Eintracht Frankfurt, 3-1, á Signal Iduna Park. Mario Götze skoraði gegn sínum gömlu félögum á 13. mínútu en Karim Adeyemi svaraði tuttugu mínútum síðar.

Mats Hummels og vítaspyrnumark Emre Can tryggði Dortmund sigurinn, sem er í 4. sæti með 50 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia D. 3 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Mario Gotze ('13 )
1-1 Karim Adeyemi ('33 )
2-1 Mats Hummels ('81 )
3-1 Emre Can ('90 , víti)

Freiburg 2 - 3 Bayer
0-1 Florian Wirtz ('2 )
1-1 Ritsu Doan ('10 )
1-2 Adam Hlozek ('40 )
1-3 Patrik Schick ('53 )
2-3 Yannik Keitel ('79 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner