Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. apríl 2021 13:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Patrik og Stefán Teitur styrktu stöðu sína í öðru sæti
Stefán Teitur í leik með Silkeborg.
Stefán Teitur í leik með Silkeborg.
Mynd: Getty Images
Íslendingalið Silkeborg vann góðan sigur í dönsku B-deildinni í dag á útivelli gegn HB Koge.

Staðan var markalaus í hálfleik en Silkeborg gekk á lagið í síðari hálfleiknum. Silkeborg tók forystuna eftir tæplega klukkutíma leik og bætti svo við tveimur mörkum undir lokin.

Patrik Sigurður Gunnarsson er búinn að vera öflugur í markinu hjá Silkeborg og Stefán Teitur Þórðarson hefur staðið sig vel á miðjunni. Þeir byrjuðu báðir í dag.

Silkeborg er í öðru sæti B-deildarinnar með fjórum stigum meira en Esbjerg þegar sjö leikir eru eftir. Tvö efstu liðin fara upp í úrvalsdeild en Viborg er á toppnum.
Athugasemdir
banner