Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. júlí 2019 16:42
Magnús Már Einarsson
Trippier í Atletico Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hefur keypt hægri bakvörðinn Kieran Trippier frá Tottenham á 20 milljónir punda.

Trippier skrifaði undir þriggja ára samning við Atletico Madrid en hann verður fyrsti Englendingurinn í sögu félagsins.

Hinn 28 ára gamli Trippier kom til Tottenham frá Burnley á 3,5 milljónir punda árið 2015.

Hann spilaði mikið með Tottenham á síðasta tímabili en fékk talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína.

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, hefur verið að bæta við varnarmönnum í sumar en hann fékk miðvörðinn Felipe frá Porto og vinstri bakvörðinn Renan Lodi frá Athletico Paranaense á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner