Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. júlí 2021 21:00
Victor Pálsson
Samningslaus Chiellini bíður eftir Juventus
Mynd: EPA
Giorgio Chiellini er að bíða eftir símtali frá Juventus þar sem framlenging á samningi leikmannsins verður rædd.

Chiellini er samningslaus þessa stundina en hann vann EM með Ítalíu í sumar og var mikilvægur í hjarta varnarinnar.

Davide Lippi, umboðsmaður leikmannsins, segir að Juventus hafi enn ekki boðið leikmanninum samning en býst við að það gerist á næstunni.

„Það þarf tvo til að skrifa undir samning," sagði Lippi í samtali við Radio Radio.

„Giorgio fór á EM og einbeitti sér algjörlega að því. Það eru engin vandamál til staðar, við sögðumst ætla að funda um sumarið en það hefur ekki gerst."

Lippi var svo spurður út í það hvað myndi gerast ef önnur félög myndu reyna við varnarjaxlinn.

„Þeir þyrftu að koma með tilboð fyrst. Í dag er það ekkert lið. Við bíðum eftir að Juventus setjist niður með okkur og ræði málin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner