Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. júlí 2022 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Aron Sigurðar fagnaði sigri á meisturunum - Brynjólfur lagði upp í tapi
Aron Sigurðarson gat leyft sér að fagna gegn dönsku meisturunum
Aron Sigurðarson gat leyft sér að fagna gegn dönsku meisturunum
Mynd: Horsens
Hörður spilaði sinn fyrsta leik fyrir Panathinaikos
Hörður spilaði sinn fyrsta leik fyrir Panathinaikos
Mynd: Heimasíða Panathinaikos
Brynjólfur Andersen lagði upp mark Kristiansund í tapi gegn Viking
Brynjólfur Andersen lagði upp mark Kristiansund í tapi gegn Viking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson og félagar hans í Horsens í Danmörku unnu óvæntan 1-0 sigur á danska meistaraliðinu FCK í fyrstu umferð deildarinnar í dag.

Aron var í byrjunarliði Horsens sem vann sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni fyrir leiktíðina.

Bestu vinirnir, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, voru báðir í byrjunarliði FCK. Horsens taldi sig hafa komist yfir á 9. mínútu en mark liðsins var dæmt af vegna rangstöðu.

Hákon Arnar skoraði fyrir FCK á 40. mínútu en hann var einnig dæmdur rangstæður. Eina löglega mark leiksins kom í gegnum Lubambo Musonda á 61. mínútu og gátu gestirnir leyft sér að fagna því.

Ísak Bergmann fór a velli fimm mínútum síðar. Aron var skipt af velli hjá Horsens á 77. mínútu.

Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF sem tapaði fyrir Bröndby, 1-0. Mikael fór af velli á 68. mínútu.

Hörður Björgvin spilaði sinn fyrsta leik fyrir Panathinaikos

Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon spilaði hálftíma er Panathinaikos gerði markalaust jafntefli við Bayer Leverkusen í æfingaleik í Austurríki. Þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið.

Brynjólfur Andersen Willumsson lagði upp mark Kristiansund í 2-1 tapi fyrir Viking. Brynjólfur var í byrjunarliði Kristiansund og þá byrjaði Patrik Sigurður Gunnarsson í rammanum hjá Viking.

Brynjólfur lagði upp markið sem kom Kristiansund yfir en Viking jafnaði stuttu síðar og komst síðan í 2-1. Samúel Kári Friðjónsson kom inná sem varamaður þegar hálftími var eftir. Brynjólfur fór af velli undir lok leiks.

Viking er í 3. sæti norsku deildarinnar með 28 stig en Kristiansund áfram á botninum með 1 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður á 73. mínútu í 2-1 sigri Lilleström á Odd. Sigurmark Lilleström kom á þriðju mínútu í uppbótartíma og er liðið í 2. sæti norsku deildarinnar með 33 stig.

Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Vålerenga sem vann Sarpsborg, 1-0. Brynjar hefur ekkert komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum Vålerenga sem er í 12. sæti deildarinnar með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner