Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. júlí 2022 15:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jónatan Ingi lagði upp á Valdimar og skoraði - Óli Valur kom við sögu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar spilaði sinn fyrsta leik í efstu deildinni í Dannmörku í dag.

Um var að ræða Íslendingaslag gegn Silkeborg. Sævar Atli Magnússon er einnig leikmaður Lyngby en hann kom inná sem varamaður í dag. Stefán Teitur Þórðarsson lék stærsta hluta leiksins í liði Silkeborg.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Lyngby komst í tveggja marka foyrstu en missti forskotið niður í síðari hálfleik.

Sogndal heimsótti Ranheim í norsku deildinni í dag. Hörður Ingi Gunnarsson, Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru allir í byrjunarliði Sogndal.

Valdimar kom Sogndal yfir eftir sendingu frá Jónatani og liðið var 1-0 yfir í hálfleik. Þeir náðu að tvöfalda forystuna en Ranheim tókst að jafna. Jónatan kom svo Sogndal í 3-2 en Ranheim jafnaði aftur þegar skammt var til leiksloka, 3-3 lokatölur.

Óli Valur spilaði sinn fyrsta leik í Svíþjóð

Óli Valur Ómarsson gekk til liðs við Sirius í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum frá Stjörnunni en hann byrjaði á bekknum í leik gegn Degerfoss. Aron Bjarnason var tekinn af velli þegar skammt var til leiksloka. Sirius vann leikinn 2-0.

Kalmar tapði gegn AIK 1-0 en Daníel Leó Ólafsson var tekinn útaf í liði Kalmar undir lok leiksins. Þá steinlág Elfsborg gegn Hammarby 3-0. Sveinn Aron Guðjohnsen lék síðasta hálftímann en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner