Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 17. september 2018 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Juventus sektar Costa eftir hrákuna - Allegri ósáttur
Costa í leiknum í gær.
Costa í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Douglas Costa leikmaður Juventus lét öllum illum látum þegar Juventus hafði betur gegn Sassuolo í Seríu A í gær. Ronaldo opnaði markareikning sinn á Ítalíu en hann skoraði bæði mörk Juventus.

Það var hinsvegar Douglas Costa sem tók fyrirsagnir ítölsku blaðanna eftir leikinn í gær en hann þótti hegða sér afar illa og undir lok leiksins fékk hann rautt spjald eftir að hafa hrækt uppí leikmann Sassuolo, Di Franscesco. Það var reyndar ekki það eina sem Costa gerði því hann tæklaði hann líka, gaf honum olnbogaskot og reyndi að skalla hann.

Costa gaf út yfirlýsingu á Instagram reikningi sínum eftir leikinn í gær þar sem hann bað stuðningsmenn og samherja sína afsökunar.

Stuðningsmaður Sassuolo spurði Costa af hverju hann myndi ekki biðja Di Francesco afsökunar í staðinn fyrir stuðningsmenn. Costa svaraði með þessum orðum,

„Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Þú veist ekki hvað Di Franscesco sagði við mig, en allt í lagi, ég biðst afsökunar á því. Ég veit að þetta var rangt."

Massimiliano Allegri hefur nú gefið það út að félagið muni sekta Costa fyrir þessa hegðun.

„Jafnvel þó að hann hafi fengið rautt spjald í leiknum þá er þetta eitthvað sem á aldrei að koma upp. Við megum ekki láta andstæðinginn ögra okkur svona. Við hættum að spila sem lið og menn ætluðu að taka þetta í sínar eigin hendur."

„Ég það kom mér mjög á óvart hvernig Costa brást við í leiknum og hann verður sektaður fyrir þetta."



Athugasemdir
banner
banner