Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 14:53
Magnús Már Einarsson
Klopp vonast til að Firmino nái leiknum við PSG
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til að Roberto Firmino verði klár í slaginn þegar liðið mætir PSG í Meistaradeildinni annað kvöld.

Firmino varð að fara á sjúkrahús eftir að Jan Vertonghen potaði í augað á honum í leiknum gegn Tottenham á laugardag.

„Þetta er sársaukafullt. Enginn vill lenda í þessu og engin þarf á þessu að halda. Hann verður í lagi. Við vitum hins vegar ekki nákvæmlega hvenær það verður," sagði Klopp í dag.

„Það eru ennþá 30 klukkutímar í leikinn og við sjáum hvernig þetta gengur."

Daniel Sturridge byrjar væntanlega frammi ef Firmino verður ekki með þar sem Dominic Solanke og Divock Origi eru líka meiddir.
Athugasemdir
banner
banner
banner