Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2018 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur Þór hættir með Stjörnuna eftir tímabilið (Staðfest)
Ólafur náði frábærum árangri með Stjörnuna.
Ólafur náði frábærum árangri með Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þór Guðbjörnsson mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar eftir þetta tímabil. Þessar fregnir staðfesti hann við Morgunblaðið í kvöld.

„Ég hef til­kynnt for­ráðmönn­um Stjörn­unn­ar það að ég verði ekki áfram með liðið á næstu leiktíð," sagði Ólaf­ur við Morgunblaðið.

Hann staðfesti jafnframt að ú­ver­andi þjálf­arat­eymi liðsins, þau Andrés Ell­ert Ólafs­son og Þóra Björg Helga­dótt­ir muni einnig stíga til hliðar hjá Stjörnunni.

Stjarnan vann FH 4-1 í kvöld en liðið mun enda í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Ólafur hefur þjálfað kvennalið Stjörnunnar frá 2014 en hann þjálfaði liðið einnig 2010. Ólafur gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum 2014 og 2016, og að bikarmeisturum 2014 og 2015. Áður en hann tók við Stjörnunni var hann að þjálfa U17 og U19 kvennalandslið Íslands.

Sjá einnig:
Ólafur Þór: Við ætluðum að spara peninga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner