Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 13:44
Elvar Geir Magnússon
Essien viss um að Mourinho komi United á beinu brautina
Mourinho og Essien á hressum fréttamannafundi.
Mourinho og Essien á hressum fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Ganverjinn Michael Essien segist vera aðdáandi Jose Mourinho númer eitt og telur að portúgalski stjórinn muni ná að koma Manchester United út úr vandræðunum.

Frammistaða United hefur verið slæm á þessu tímabili og mörg úrslit ekki ásættanleg.

„Hann hafði mikil áhrif á mig sem leikmann. Hann var sá sem fékk mig til Chelsea og tók mig með sér til Real Madrid. Samband okkar er frábært. Hann er stórgóður stjóri. Hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma í Manchester United en ég þekki hann vel og tel að hann muni snúa hlutunum við," segir Essien.

„Staðan er erfið en ég er viss um að honum takist að koma liðinu á beinu brautina. Þegar þú spilar undir stjórn Mourinho þá veistu að þú munt vinna titla. Þetta tímabil er erfitt en það er mikið eftir og það eru enn bikarar í boði."

Manchester United mætir Chelsea í hádegisleik á laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner