Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Féll með Swansea en krefst nú meiri spiltíma með Bayern
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches hefur kallað eftir því að fá fleiri mínútur hjá Bayern München.

Sanches hefur nýtt þær mínútur sem hann hefur fengið vel og var hann valinn leikmaður mánaðarins hjá félaginu í september.

Þessi 21 árs gamli leikmaður var á láni hjá Swansea í fyrra en olli miklum vonbrigðum þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Hann mætti aftur til Bayern í sumar og héldu einhverjir að hann yrði lánaður aftur en Niko Kovac ákvað að halda honum.

Sanches hefur byrjað tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni og þá er hann kominn með eitt mark í Meistaradeildinni. Hann vill fá fleiri tækifæri.

„Samband mitt við þjálfarann er mjög gott en ég væri til í að spila meira," sagði Sanches við Bild.

Bayern hefur aðeins hikstað í upphafi tímabils og því alls ekki ólíklegt að Sanches fái fleiri mínútur á næstunni.



Athugasemdir
banner
banner