Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. október 2020 17:46
Victor Pálsson
Liverpool biður úrvalsdeildina um að rannsaka notkun VAR
Mynd: Getty
Sky Sports greinir frá því nú rétt í þessu að Liverpool hafi beðið ensku úrvalsdeildina um að rannsaka notkun VAR í viðureign liðsins gegn Everton í dag.

Grannaslagur helgarinnar fór fram í hádeginu en honum lauk með 2-2 jafntefli á Goodison Park.

Liverpool-menn héldu að þeir væru búnir að tryggja sigurinn undir lokin áður en mark Jordan Henderson var dæmt af vegna rangstöðu á Sadio Mane.

VAR var að sjálfsögðu notað til að skoða atvikið nánar en rangstaðan virkaði gríðarlega tæp.

Liverpool var einnig ósátt með brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk snemma leiks en sá síðarnefndi þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins 11 mínútur.

Meistararnir eru ósáttir með að VAR hafi ekki verið notað í því broti og fékk Michael Oliver, dómari leiksins, ekki orð í eyra frá David Coote í VAR-herberginu.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var sjálfur mjög reiður eftir leik og setti stórt spurningamerki við notkun tækninnar í leiknum.

Athugasemdir
banner
banner