Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. nóvember 2021 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Birta mynd af áverkum Hamraoui
Kheira Hamraoui í leik með Paris Saint-Germain á Kópavogsvelli
Kheira Hamraoui í leik með Paris Saint-Germain á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franska blaðið L'Equipe og spænski miðillinn El Chiringuito birta í kvöld mynd af áverkum frönsku landsliðskonunnar Kheira Hamraoui en fyrr í þessum mánuði varð hún fyrir fólskulegri árás tveggja grímuklæddra manna í Parísarborg.

Málið er í sjálfu sér efni í handrit að bíómynd en það hefur tekið óvænta stefnu.

Aminata Diallo, liðsfélagi Hamraoui hjá Paris Saint-Germain, var handtekin, grunuð um að hafa skipulagt árásina ásamt vini sínum, en var síðan sleppt úr gæsluvarðhaldi aðeins 36 klukkustundum síðar.

Diallo var ekki kærð. Fyrrverandi kærasti Hamraoui liggur einnig undir grun en það nýjasta í málinu er að Hayet Abidal, eiginkona Eric Abidal, hafi skipulagt árásina.

Eric var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona á sama tíma og Hamraoui spilaði með Börsungum og er Hayet viss um að Eric hafi haldið framhjá henni með frönsku landsliðskonunni.

L'Equipe og El Chiringuito birtu í kvöld mynd af áverkum Hamraoui en hún var dregin út úr bifreið og barin með eggvopni. Hún missti af leik PSG gegn Real Madrid í Meistaradeildinni en kom til baka í síðasta leik. Hægt er að sjá mynd af áverkunum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner