Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 17. desember 2022 11:57
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Angers fengið fullt af tilboðum í Ounahi en vill halda honum út tímabilið
Azzedine Ounahi
Azzedine Ounahi
Mynd: Getty Images
Ein af óvæntustu stjörnum HM í Katar er Marokkómaðurinn Azzadine Ounahi, en hann mun geta valið úr mörgum tilboðum eftir mótið.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður hefur verið með bestu leikmönnum mótsins til þessa en Marokkó komst alla leið í undanúrslit og varð um leið fyrsta Afríkuþjóðin til að ná þeim áfanga.

Ounahi er á mála hjá franska félaginu Angers en hann mun ekki staldra lengi við þar eftir HM.

Félagið hefur fengið fjölmörg tilboð í Ounahi á síðustu dögum en ósk forsetans er að hann klári tímabilið með liðinu.

„Við höfum fengið mörg tilboð og þá hafa stórlið frá Ítalíu, Spáni, Englandi og Frakklandi talað við okkur. Það er ósk okkar að ná samkomulagi við félag en að við höldum honum út tímabilið,“ sagði Said Chabane, forseti Angers.

Angers er í miklu basli og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar með 8 stig eftir fimmtán leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner