Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Verið velkomin á Anfield, þetta er ekki búið
Klopp ræðir við dómarann, Szymon Marciniak.
Klopp ræðir við dómarann, Szymon Marciniak.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki það sem átti að gerast, en það gerðist," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-0 tapið gegn Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þetta var baráttan sem við bjuggumst við og andrúmsloftið sem við bjuggumst við. Ég elskaði marga hluta leiksins hjá okkur. Við erum 1-0 undir í hálfleik og spilum seinni hálfleikinn heima."

„Það vantaði upp á hjá okkur á síðasta þriðjungnum. Þeir gáfu allt sem þeir áttu í varnarleikinn - varnarleikur þeirra í teignum þeirra var ótrúlegur. Fyrir þá hefðu 0-0 verið góð úrslit."

Klopp segir að leikmenn Atletico hafi farið auðveldlega niður í leiknum. „Þú þarft sterkan dómara í þessu andrúmslofti. Á fyrstu 30 mínútum leiksins höfðu þrír leikmenn þeirra fallið í jörðina og ég veit ekki af hverju."

„Þetta er allt í góðu. Við erum 1-0 undir í hálfleik og núna fáum við langan hálfleik."

Seinni leikurinn fer fram á Anfield um miðjan mars. Liverpool þekkir það vel að koma til baka gegn spænsku liði í Meistaradeildinni. Það muna allir eftir undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í fyrra.

„Verið velkomin á Anfield, þetta er ekki búið," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner