Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 18. mars 2024 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
,,Geggjað fyrir okkur að vera í þessari stöðu"
Icelandair
'Það er erfitt að neita því að maður sé ekki búinn að hugsa um þennan leik lengi'
'Það er erfitt að neita því að maður sé ekki búinn að hugsa um þennan leik lengi'
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Ég kem alltaf með sama markmið í landsliðið og það er að hafa jákvæð áhrif á liðið'
'Ég kem alltaf með sama markmið í landsliðið og það er að hafa jákvæð áhrif á liðið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég elska að taka víti'
'Ég elska að taka víti'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ef mitt hlutverk verður að byrja inn á þá reyni ég að eins vel og ég get, ef það verður að koma inn á þá reyni ég að gera það sama'
'Ef mitt hlutverk verður að byrja inn á þá reyni ég að eins vel og ég get, ef það verður að koma inn á þá reyni ég að gera það sama'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er geggjað fyrir okkur að vera í þessari stöðu, tveimur leikjum frá því að fara á EM. Við unnum fyrir því í gegnum Þjóðadeildina, hefðum auðvitað viljað klára þetta í gegnum undankeppnina en hún fór eins og hún fór. Það er geggjað fyrir okkur að vera ennþá í séns," sagði Alfreð Finnbogason við Fótbolta.net á æfingu landsliðsins í Búdapest í dag.

Framundan er undanúrslitaleikur við Ísrael og sæti í úrslitaleik umspilsins fyrir EM undir. Leikurinn gegn Ísrael fer fram á fimmtudagskvöld.

„Við vorum að koma saman í dag, spennan stigmagnast. Maður er ekki búinn að taka púlsinn á öllum hópnum, en þekkjandi þetta lið þá veit ég að við ætlum að gera allt sem við getum til að nýta þetta einstaka tækifæri sem við erum í."

Ísland mætti Ísrael í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og enduðu báðir leikir með jafntefli. Alfreð lék ekki með íslenska liðinu í þeim leikjum.

„Talandi við strákana þá voru þetta leikir sem við gátum unnið. Við vorum 2-1 yfir í Ísrael og komumst líka yfir heima. Tilfinningin eftir þá leiki var sú að það voru klárleg leikir sem við hefðum getað fengið meira úr. Án þess að vera búinn að grandskoða Ísrael þá myndi ég telja þetta 50-50 leik, það verða smáatriði sem munu skilja á milli hver vinnur á fimmtudaginn."

„Við fengum send vídeó til okkar, klippur frá þjálfurunum svona aðeins til að kveikja á mönnum í aðdraganda verkefnisins. Þú ert samt með þínu félagsliði og einbeitir þér þar að næsta leik. Núna er maður rétt kominn í landsliðið og við byrjum væntanlega í kvöld að skoða þá og þá smám saman færist einbeitingin yfir. Það er erfitt að neita því að maður sé ekki búinn að hugsa um þennan leik lengi. Þetta er risaleikur fyrir okkur og risa tækifæri að fara á stórmót. Við munum gera allt sem við getum."


Alfreð ræðir um stöðuna á Eupen sem er á leið í fallumspilið í Belgíu. Alfreð er ánægður að hafa tekið þátt í öllum leikjum til þessa á tímabilinu og hefur haldið sér heilum. Hægt er að sjá svör hans við spurningum um Belgíu og Gylfa Þór Sigurðsson í spilaranum efst.

Alltaf með sama markmið í landsliðinu
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide var spurður út í leikformið á nokkrum leikmönnum liðsins á fréttamannafundi fyrir helgi. Þar tjáði hann sig um Alfreð, sem hefur ekki byrjað marga leiki að undanförnu, og sagði eftirfarandi.

„Alfreð hefur fengið fáar mínútur, en hann hefur mikilvægt hlutverk í liðinu þar sem hann getur talað við yngri leikmennina og hjálpað þeim á sinn hátt. Sem framherji getur hann verið mikilvægur á síðustu mínútunni. Hann getur verið mikilvægur af vítapunktinum. Ef við förum alla leið í vítaspyrnukeppni þá mun Alfreð taka eina af vítaspyrnunum."

Alfreð var spurður út í þessi ummæli. Býst hann við því að byrja á bekknum?

„Ég var ekkert búinn að spá of mikið í því. Ég kem alltaf með sama markmið í landsliðið og það er að hafa jákvæð áhrif á liðið, sama hvaða hlutverki það verður í, ég hreinlega veit það ekki, við höfum ekki farið í neina 'detaila' hvað það varðar. Ef mitt hlutverk verður að byrja inn á þá reyni ég að eins vel og ég get, ef það verður að koma inn á þá reyni ég að gera það sama. Ég ætla vona að við þurfum ekki að fara í vítaspyrnukeppni og klárum þetta fyrir það."

En ertu klár ef það þarf að taka víti?

„Alltaf, ég elska að taka víti," sagði Alfreð að lokum.
   15.03.2024 18:46
„Ef við förum alla leið í vítaspyrnukeppni þá mun Alfreð taka eina af spyrnunum"

Athugasemdir
banner
banner
banner