Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Björgvin Máni til Dalvíkur/Reynis (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir var að krækja í Björgvin Mána Bjarnason, sóknartengilið sem kemur úr röðum KA.

Björgvin Máni er fæddur 2004 og hefur aldrei komið við sögu í keppnisleik með meistaraflokki KA, en hann lék á láni hjá Völsungi í 2. deildinni í fyrra og reyndist mikilvægur hlekkur í liðinu.

Björgvin, sem er uppalinn á Akureyri, skoraði 5 mörk í 20 deildarleikjum er Völsungur bjargaði sér frá falli úr deildinni.

Dalvík/Reynir vann 2. deildina í fyrra og var þjálfarateymi liðsins hrifið af hæfileikum Björgvins Mána, sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner