Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinrik Harðar tekur stað Benonýs í U20 hópnum
Daníel spilar fyrri leikinn með U20
Benoný Breki á að baki einn leik með U21 landsliðinu.
Benoný Breki á að baki einn leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Freyr er leikmaður Midtjylland í Danmörku.
Daníel Freyr er leikmaður Midtjylland í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þegar U21 landsliðshópurinn var opinberaður á föstudag voru tvö nöfn sem höfðu áður verið valin í U20 landsliðið.

U20 landsliðið er skipað leikmönnum sem fæddir eru ár árunum 2004-2006 og leikur liðið tvo vináttuleiki gegn Ungverjum í Györ í þessari viku. Þeir Benoný Breki Andrésson (KR) og Daníel Freyr Kristjánsson (Midtjylland) voru valdir í U21 eftir að hafa áður verið valdir í U20 landsliðið.

Fótbolti.net fékk þær upplýsingar að Benoný Breki yrði ekki með U20 eftir allt saman heldur færi til Tékklands með U21 landsliðinu. Daníel hins vegar verður með U20 í fyrri leiknum gegn Ungverjum og fer svo til Tékklands og verður til taks í leik U21 landsliðsins.

Inn í hópinn hjá U20, í stað Benonýs, kemur Hinrik Harðarson (ÍA). Hinrik er framherji sem fæddur er árið 2004 og gæti hann spilað sína fyrstu leiki fyrir yngri landsliðin í þessum glugga.

Leikir U20/U21 í þessum glugga
miðvikudagur 20. mars
Landslið karla - U20 - Vináttuleikur
14:30 Ungverjaland - Ísland (Gyirmóti Stadion)

föstudagur 22. mars
Landslið karla - U20 - Vináttuleikur
14:30 Ungverjaland - Ísland (Gyirmóti Stadion)

þriðjudagur 26. mars
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
16:30 Tékkland-Ísland (Malsovicka Arena)
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner