Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. apríl 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjun Emery sú besta í sögu Arsenal
Mynd: Getty Images
Unai Emery tók við Arsenal fyrir tæpu ári síðan og fékk það verkefni að fylla í skó Arsene Wenger sem hafði verið í starfinu í 22 ár, frá 1996. Krafa var gerð á góðan árangur í Evrópudeildinni og Meistaradeildarsæti.

Nú er lítið eftir af tímabilinu og er Arsenal komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa sigrað Napoli bæði heima og úti. Þá er liðið í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í harðri baráttu við Tottenham, Chelsea og Manchester United um síðustu tvö Meistaradeildarsætin.

Stjóraskiptin gengu þokkalega smurt fyrir sig þó það hafi auðvitað verið gagnrýnisraddir inn á milli. 0-1 sigur gegn Napoli fyrr í kvöld var 50. leikur Emery við stjórnvölinn hjá Arsenal og ef litið er á tölfræðina hefur enginn þjálfari byrjað betur í sögu félagsins.

Arsenal er búið að vinna 32 leiki af 50 á tímabilinu hingað til en til samanburðar þá vann Wenger aðeins 23 af fyrstu 50 leikjum sínum. Hann tók þó við aðeins lakara liði heldur en hann skildi eftir sig.

Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar og skipta ótrúlega miklu máli fyrir næsta tímabil hjá Arsenal. Nú eru næstum fjögur ár liðin síðan félagið komst síðast í Meistaradeildina.




Athugasemdir
banner
banner