Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 18. apríl 2019 23:37
Þórhallur Valur Benónýsson
Rúnar Páll: Vonandi fyrsti titill af mörgum
Rúnar Páll, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu.
Rúnar Páll, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Páll, þjálfari karlaliðs Stjörnunar var sáttur með sigur sinna manna í Meistarakeppni KSÍ fyrr í kvöld. Rúnar sagðist vonast eftir því að þetta væri fyrsti titill Stjörnumanna af mörgum í ár.

„Við spiluðum ágætlega í dag, vorum skipulagðir og flottir. Þetta var erfitt í seinni hálfleik þegar Valur lágu aftarlega. Við fengum ekki mörg færi en þó einn og einn möguleika þar sem við hefðum geta sett á þá en það er alltaf gaman að vinna titla."

Lestu um leikinn: Valur 5 -  6 Stjarnan

Stjörnunni var spáð fimmta sæti í árlegri spá Fótbolta.net í ár en Rúnar var ekki sammála því.
"Ég hef ekkert um það að segja, það skiptir engu máli hvað þeir spá og bara gaman að því. Spá er bara spá og við vitum alveg hvað við stöndum fyrir."

Baldur Sigurðsson, einn lykilmanna Stjörnunnar byrjaði á bekknum en Rúnar sagði hann ekki vera tæpan. "Hann fór í aðgerð á hné eftir áramót og er að vinna sig í stand."

Að lokum sagði hann Stjörnumenn vera með flottan hóp og ekki væri von á neinum hreyfingum á leikmannaskiptamarkaðnum hjá sínu liði. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Valsara skaut sér þá inn í viðtalið og sagði það ekki rétt í léttu gríni.
Athugasemdir
banner
banner
banner