Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. maí 2021 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna á Dalvík
Octavio Paez fór í ljóta tæklingu á Kára Gautasyni
Octavio Paez fór í ljóta tæklingu á Kára Gautasyni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Octavio Paez, leikmaður Leiknis R, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk undir lok leiks gegn KA í síðustu viku.

Paez kom inná sem varamaður hjá Leikni gegn KA á Dalvíkurvelli en rúmum tíu mínútum síðar fór hann í groddaralega tæklingu á Kára Gautason og var han rekinn af velli í kjölfarið.

Hann hefur beðist afsökunar á tæklingunni og segist ekki hafa ætlað að meiða Kára. Aganefnd KSÍ kom saman í dag og úrskurðaði hann í tveggja leikja bann.

Paez er búinn að taka út einn leik í bann og missir hann þá af leik Leiknis gegn Val á föstudag.

Taylor Lynne Bennett, leikmaður Aftureldingar í Lengjudeild kvenna, fær þá tveggja leikja bann en hún var rekin af velli undir lok leiks í tapi gegn Víking R. á dögunum.

Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings Ó. í Lengjudeildinni, fær tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Aftureldingu á dögunum. Eli Keke var rekinn af velli eftir rifrildi við Kristófer Óskar Óskarsson.

Atvikið var afar umdeilt en Eli Keke var rekinn af velli fyrir að hrinda Kristófer í jörðina. Í lýsingu Fótbolta.net kom fram að Konráð Ragnarsson hafi að öllum líkindum verið maðurinn sem ýtti Kristófer en Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings, sagði í viðtali eftir leik að félagið myndi ekki áfrýja rauða spjaldinu hjá Eli Keke.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner