Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. júní 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Þór í Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Viðar hefur leikið með Fjarðabyggð, Kríu og KV á meistaraflokksferli sínum.
Viðar hefur leikið með Fjarðabyggð, Kríu og KV á meistaraflokksferli sínum.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Vestri, sem leikur í Lengjudeildinni í sumar, hefur fengið til sín sóknarmanninn Viðar Þór Sigurðsson.

Viðar Þór, sem er 23 ára gamall, spilaði síðasta sumar með Kríu í 4. deild og skoraði þá fimm mörk í sjö leikjum. Á meistaraflokksferli sínum hefur Viðar einnig leikið með KV og Fjarðabyggð.

Vestri lenti í öðru sæti 2. deildar á síðustu leiktíð og leikur því í Lengjudeildinni í sumar.

Liðið hefur leik í Lengjudeildinni gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli á laugardaginn, en þar getur Viðar leikið sinn fyrsta leik fyrir Vestra ef Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, telur hann tilbúinn í baráttuna.

Komnir:
Goran Jovanovski frá KFG
Ivo Öjhage frá Levanger
Nacho Gil frá Þór
Rafael Jose Navarro Mendez frá Spáni
Sergine Modou Fall frá Óman
Sigurður Grétar Benónýsson frá ÍBV
Viðar Þór Sigurðsson frá KV
Vladimir Tufegdzic frá Grindavík

Farnir:
Aaron Spear í Kórdrengi
Giacomo Ratto til Möltu
Gunnar Jónas Hauksson í Gróttu (var á láni)
Hákon Ingi Einarsson í Kórdrengi
Josh Signey til Bandaríkjana
Páll Sindri Einarsson í Kórdrengi
Þórður Gunnar Hafþórsson í Fylki
Athugasemdir
banner
banner
banner