Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu atvikið: Átti Tékkland að fá vítaspyrnuna?
Flex.
Flex.
Mynd: EPA
Hingað til hefur dómgæslan verið með eindæmum frábær á Evrópumótinu í fótbolta.

Það var hins vegar umdeildur dómur í leik Króatíu og Tékklands sem núna stendur yfir.

Dejan Lovren hoppaði upp í skallabolta gegn Patrik Schick í teignum og lá Schick eftir með blóðnasir. Dómarinn, sem er frá Spáni, ákvað að fara í VAR-skjáinn.

Hann skoðaði atvikið og í kjölfarið dæmdi hann vítaspyrnu. Schick fór á vítapunktinn með blóðugt nefnið og skoraði af gríðarlegu öryggi.

Tékkland leiðir því 1-0 en mörgum þótti þetta harður dómur. Hvað finnst þér? Hægt er að sjá brotið og markið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner