Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. júní 2022 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marc Roca í Leeds (Staðest)
Nýr leikmaður Leeds.
Nýr leikmaður Leeds.
Mynd: Leeds
Spænski miðjumaðurinn Marc Roca er búinn að skrifa undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United.

Hann kemur frá þýska stórveldinu Bayern München og skrifar undir fjögurra ára samning. Talið er að kaupverðið sé í kringum tíu milljónir punda.

Roca er 25 ára gamall miðjumaður sem kom til Bayern frá Espanyol fyrir tveimur árum.

Hann hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki hjá Bayern og kemur til með að fá stærra hlutverk hjá nýju félagi sínu.

Leeds hefur verið að gera virkilega vel á leikmannamarkaðnum í sumar og er Roca þriðji leikmaðurinn sem kemur til félagsins eftir að síðasta tímabili lauk. Félagið var áður búið að kaupa tvo leikmenn frá Salzburg í Austurríki; þá Brenden Aaronson og Rasmus Kristensen.

Leeds náði að bjarga sér og halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á lokadegi deildarinnar í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner