Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir af sér ef Koulibaly verður seldur
Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, stjóri Napoli, er tilbúinn að segja starfi sínu lausu ef félagið ákveður að selja varnamanninn Kalidou Koulibaly.

Koulibaly hefur verið gríðarlega mikið orðaður frá Napoli síðustu ár en hann er enn í herbúðum félagsins þrátt fyrir endalausar sögusagnir.

Núna í sumar er búið að orða hann við Barcelona, Chelsea og Juventus en Spalletti vill ekki missa þennan sterka miðvörð. Koulibaly er gríðarlega mikilvægur fyrir Spalletti og hans plön með liðið.

Koulibaly á bara eitt ár eftir af samningi sínum við Napoli og því gæti félagið freistast til að selja hann í sumar, til þess að fá eitthvað fyrir hann.

En samkvæmt Corriere dello Sport þá er Spalletti búinn að láta vita hann muni segja af sér ef Koulibably verður seldur.

Napoli hafnaði í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili.
Athugasemdir
banner