Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Mér leiðist félagaskiptaglugginn
Mynd: Getty Images
Ítalinn skrautlegi Maurizio Sarri var ráðinn sem nýr stjóri Chelsea eftir að samlandi hans Antonio Conte var látinn fara á dögunum.

Maurizio er sérstök týpa og hefur unnið það sér til frægðar að segja ranga hluti á röngum tímum auk þess að ná ótrúlega góðum árangri á Ítalíu, spilandi skemmtilegan sóknarbolta.

„Þetta er mjög heillandi og erfið áskorun. Hérna erum við í deild með bestu þjálfurum og leikmönnum heims. Þetta verður ótrúlega erfið áskorun fyrir mig, ég er kominn í sterkustu deild heims," sagði Sarri á fréttamannafundi í dag.

Eftir ýmis misgáfuleg ummæli frá tímum sínum í ítalska boltanum ákvað Sarri að fullvissa alla á fundinum um að hann sé ekki haldinn kvenfyrirlitningu og sé ekki hommafælinn eða með kynþáttafordóma.

Hann bætti því svo við að hann sé ekki hjá Chelsea til að gera það sama og Carlo Ancelotti og Antonio Conte, sem unnu báðir ensku deildina með félaginu. Hann ætli að gera hlutina eftir sínu eigin höfði.

„Ég veit að Carlo og Antonio hafa gert frábæra hluti hjá Chelsea á síðustu árum enda báðir þjálfarar í heimsklassa. Ég ætla samt ekki að spyrja þá um ráð, ég ætla að gera þetta eftir mínu höfði."

Sarri segist ekki búast við að vera mjög virkur á leikmannamarkaðinum fram að lokun félagaskiptagluggans. Hann þurfi einn til tvo nýja leikmenn til að láta liðið spila eftir sínu höfði.

„Mér leiðist félagaskiptaglugginn. Ég vil frekar gera leikmenn liðsins betri heldur en að kaupa nýja."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner