Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 14:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Sarri vill halda Hazard hjá Chelsea
Sarri ræddi við fréttamenn í dag.
Sarri ræddi við fréttamenn í dag.
Mynd: Chelsea
Maurizio Sarri nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea segir að hann vilji halda belgíska framherjanum Eden Hazard hjá félaginu og gera hann betri.

Hazard hefur stöðugt verið orðaður við Real Madrid undanfarnar vikur og sagði sjálfur um síðustu helgi að kannski væri kominn tími á að skoða eitthvað annað eftir sex ár hjá Chelsea.

Sarri hélt sinn fyrsta fréttamannafund hjá Chelsea rétt í þessu og sagði þá að Hazard væri einn af tveimur til þremur bestu leikmönnum Evrópu í dag.

„Hazard er topp leikmaður. Vonandi mun mér takast að gera hann enn betri," sagði Sarri.
Athugasemdir
banner
banner