Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu atvikið: Varnarmaður FH fékk á sig víti fyrir að rífa í hár
HK/Víkingur skorar úr vítaspyrnunni.
HK/Víkingur skorar úr vítaspyrnunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
HK/Víkingur vann sinn fjórða sigur í deildinni með 1-3 sigrinum á FH í gær.
HK/Víkingur vann sinn fjórða sigur í deildinni með 1-3 sigrinum á FH í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir varnarmaður FH reif Hildi Antonsdóttur leikmann HK/Víkings niður á hárinu í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna í gær. Kristinn Friðrik Hrafnsson dómari leiksins dæmdi strax vítaspyrnu en sleppti Melkorku með aðeins gult spjald fyrir brotið.

Lestu um leikinn: FH 1 - 3 HK/Víkingur

„Það er aðeins farið að hitna í kolunum og smá kýtingur á milli Stefaníu og Höllu. HK/Víkingur tekur aukaspyrnu. Boltinn ferr inn í teig og Melkorka rífur í hárið á Hildi og dómarinn dæmir vítaspyrnu. Fatima tekur vítið og setur hann öruggt í vinstra hornið. Melkorka fær gult spjald," skrifaði Silja Runólfsdóttir um atvikið í textalýsingunni á Fótbolta.net.

Hjörvar Hafliðason birti myndband af atvikinu á Twitter í gær en það má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner