Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Valur og Rosenborg sendu börn í búningunum á tæknifundinn
Börnin í búningunum fyrir kvöldið.
Börnin í búningunum fyrir kvöldið.
Mynd: Valur
Það gæti orðið stór stund fyrir íslenskan fótbolta í kvöld ef Val tekst að leggja stórlið Rosenborg af velli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Valur vann fyrri leik liðanna hér heima í síðustu viku 1-0 og þarf nú að spila í Þrándheimi í kvöld og reyna að ná góðum úrslitum til að komast áfram og mæta Glasgow Celtic í næstu umferð.

Einn liður í undirbúningi slíkra leikja er að senda búningasettin á tæknifund hjá fulltrúum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Félögin ákváðu í sameiningu að þessu sinni að brjóta aðeins upp á hefðina í þessu og í stað þess að senda búningana eina og sér var búið að klæða börn upp í búningana áður en farið var inn á fundinn.

Myndin sem hér fylgir fréttinni sýnir þetta en Valur segir að búist sé við 8-10 þúsund áhorfendum á leikinn.

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net fylgir Val eftir hvert fótmál í Þrándheimi og kemur með nýjustu fréttir af öllu sem gerist í kvöld og verður með leikinn í beinni textalýsingu hér á vefnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner