Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júlí 2021 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt lekamál Florentino Perez - Saga um Mourinho og Özil
Özil þegar hann var leikmaður Real Madrid.
Özil þegar hann var leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Undanfarna viku hefur hljóðklippum af Florentino Perez, forseta Real Madrid, verið lekið í spænskum fjölmiðlum.

Í þessum klippum, sem eru frá 2012, fer Perez mikið og móðgar mann og annan, þar á meðal goðsagnir eins og Raul, Cristiano Ronaldo og Luis Figo. Hann kallar Figo, sem er fyrrum leikmaður Real, „tíkarson".

Í einni klippunni segir Perez sögu af Mesut Özil, fyrrum leikmanni spænska stórveldisins. Jose Mourinho, fyrrum stjóri Real Madrid, er tengdur inn í söguna einnig.

„Hann breytti lífsstíl sínum og sendi kærustuna sína í burtu. Hann byrjaði að stinga saman nefjum við módel frá Mílanó. Hann var með einkaflugvél, flaug til Mílanó, stundaði kynlíf og kom til baka," sagði Perez.

„Einn daginn pirraði hann Jose Mourinho, sem sagði í gríni við hann: 'Hey Özil, hálfviti, leyfðu mér að segja eitt við þig; þessi stelpa sem þú ert að hitta er búin að sofa hjá öllum hjá Inter og AC Milan, líka þjálfarateymunum'."

Perez segir að Özil hafi svo ákveðið að hætta að hitta stelpuna frá Mílanó eftir þetta.

Özil er í dag leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og Mourinho er stjóri Roma á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner