Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. ágúst 2018 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Rúst í fallbaráttuslag - ÍA styrkti stöðu sína á toppnum
Tokic skoraði þrennu.
Tokic skoraði þrennu.
Mynd: Selfoss
ÍA er á toppnum.
ÍA er á toppnum.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Það voru tveir leikir að klárast í Inkasso-deild karla og voru áhugaverð úrslit í fallbaráttuslag.

Selfoss fékk Hauka í heimsókn og fengu gestirnir úr Hafnarfirði kennslustund.

Hrvoje Tokic kom Selfossi 1-0 yfir og var staðan þannig í hálfleik. Tokic átti eftir að fullkomna þrennuna í seinni hálfleik en lokatölurnar urðu 5-0 fyrir Selfoss.

Þessi lið eru að berjast á botninum. Selfoss var í fallsæti fyrir leikinn en Haukar eru komnir þangað núna. Gengi Haukar hefur verið afleitt að undanförnu og hefur liðið ekki unnið fótboltaleik síðan í lok júní.

Í hinum leiknum sem var að klárast sigraði ÍA gegn ÍR í Breiðholtinu. Sigurinn var sanngjarn, 2-0 og er ÍA á toppi deildarinnar með 39 stig. ÍR er í fallbaráttu ásamt Haukum, Selfossi, Njarðvík, Leikni og Magna.

ÍR 0 - 2 ÍA
0-1 Stefán Teitur Þórðarson ('25 )
0-2 Jeppe Løkkegaard Hansen ('73 )
Rautt spjald: Gísli Martin Sigurðsson , ÍR ('88)
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 5 - 0 Haukar
1-0 Hrvoje Tokic ('33 )
2-0 Hrvoje Tokic ('49 )
3-0 Kristinn Pétursson ('54 , sjálfsmark)
4-0 Guðmundur Axel Hilmarsson ('74 )
5-0 Hrvoje Tokic ('83 )
Lestu nánar um leikinn

Tveir leikir voru að hefjast klukkan 14:00 og eru þeir auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Hægt er að nálgast textalýsingar á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner