Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. september 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borriello ætlar að koma Ibiza á fótboltakortið
Marco Boriello hefur leikið með liðum eins og Juventus, Roma og AC Milan á ferli sínum.
Marco Boriello hefur leikið með liðum eins og Juventus, Roma og AC Milan á ferli sínum.
Mynd: Getty Images
Hinn 36 ára gamli Marco Boriello er genginn í raðir UD Ibiza sem leikur í C-deildinni á Spáni.

Ibiza er þekkt fyrir allt annað en fótbolta. Þangað fer fólk í frí eða til að sletta aðeins úr klaufunum. Ibiza er sólrík eyja sem tilheyrir Spáni en Boriello vonast til þess að koma eyjunni á fótboltakortið.

„Fyrir fólk þá þýðir Ibiza diskó, fjör, lauslátar konur og eitthvað fleira, en ég er kominn hingað til að koma Ibiza á toppinn, ég ætla að hjálpa liðinu að komast upp í La Liga," sagði Boriello við Marca.

„Mig dreymir um að einkennislag félagsins verði spilað af vinsælustu plötusnúðum heimsins, sem spila hér oft, mig dreymir um að gefa eyjunni það eina sem henni vantar: íþróttaaðdráttarafl."

Boriello, sem á sjö landsleiki fyrir Ítalíu, hefur aðeins einu sinni áður spilað utan Ítalíu. Hann lék tvo leiki með West Ham árið 2014. Á ferli sínum hefur Boriello leikið með liðum eins og Juventus, Roma og AC Milan. Á síðustu leiktíð spilaði þessi sóknarmaður með Spal í Seríu A og skoraði eitt mark í 15 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner