Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 16:10
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Fimm breytingar hjá Tottenham
Aurier og Son koma inn í lið Tottenham.
Aurier og Son koma inn í lið Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hefjast í Meistaradeild Evrópu klukkan 16:55. Um er að ræða leiki í B-riðli en í Meistaradeildinni í ár fara tveir leikir alltaf fram á undan öðrum leikjum kvöldsins í riðlakeppninni.

Sjá einnig:
Breyttir leiktímar í Meistaradeildinni

Tottenham heimsækir Inter og Mauricio Pochettino gerir fimm breytingar frá því í tapinu gegn Liverpool um helgina. Kieran Trippier, Danny Rose, Toby Alderweireld, Harry Winks og Lucas Moura detta út en Serge Aurier, Ben Davies e Davinson Sanchez, Erik Lamela og Son Heung-min koma inn.

Mauro Icardi snýr aftur í byrjunarlið Inter eftir að hafa verið á bekknum gegn Parma um helgina.

Í hinum leiknum mætast Barcelona og PSV Eindhoven á Nou Camp. Philippe Coutinho spilar sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni með Barcelona en hann var ólöglegur í keppninni á síðasta tímabili eftir að hann kom frá Liverpool í janúar.

Inter Milan: Handanovic, Skriniar, de Vrij, Miranda, Asamoah, Brozovic, Vecino, Politano, Nainggolan, Perisic, Icardi
Tottenham: Vorm, Aurier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Lamela, Son, Kane

Barcelona: Ter Stegen, Umtiti, Alba, Roberto, Pique, Coutinho, Busquets, Rakitic, Suarez, Messi, Dembele.
PSV: Zoet, Angelino, Schwaab, Dumfries, Viergever, Rosario, Hendrix, Pereiro, Lozano, De Jong, Bergwijn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner