Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. september 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Phillips dregur sig úr landsliðshópnum - Sætið í hættu fyrir HM
Mynd: EPA

Kalvin Phillips hefur farið hægt af stað hjá Manchester City sem keypti hann fyrir 45 milljónir punda í sumar.


Englandsmeistararnir keyptu Phillips frá Leeds United en hann á enn eftir að byrja fótboltaleik fyrir sitt nýja félag.

Miðjumaðurinn var valinn í landsliðshóp Englands fyrir stórleikina gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni en er búinn að draga sig úr hópnum vegna axlarmeiðsla.

Óljóst er hversu lengi Phillips verður frá keppni en í frétt BBC kemur fram að hann gæti þurft að fara í aðgerð. Aðgerð sem gæti sett sæti Phillips í landsliðshópinum í mikla hættu fyrir HM í Katar eins og kemur fram í frétt BBC.

Hann kom inn undir lokin á sigrinum gegn Borussia Dortmund í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni en var ekki í hóp gegn Wolves í gær.

Það eru aðeins níu vikur í opnunarleik Englands á HM í Katar sem verður gegn Íran.

Phillips er 26 ára gamall og á 23 landsleiki að baki.


Athugasemdir
banner
banner