Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. október 2018 16:09
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Roma í þriggja ára fangelsi
Ekki sekur um að hafa valdið Sean Cox skaða
Leikmenn Liverpool sýna Sean Cox stuðning.
Leikmenn Liverpool sýna Sean Cox stuðning.
Mynd: Getty Images
Filippo Lombardi, stuðningsmaður Roma, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldisfulla hegðun. Hann var þó hreinsaður af ásökunum um að hafa valdið stuðningsmanni Liverpool verulegum líkamlegum skaða.

Sean Cox, 53 ára stuðningsmaður Liverpool, var í dái eftir slagsmál fyrir utan Anfield fyrir Meistaradeildarleik í apríl.

Cox hlaut heilaskaða og fram kom í réttarhöldunum að hann geti í dag ekki talað eða setið uppréttur án aðstoðar.

Lombardi er 21 árs en hann viðurkenndi að hafa vafið belti um hendina á sér til að verja sig eftir að stuðningsmenn Liverpool hafi gerst ágengari áður en Cox var kýldur.

Lombardi játaði á sig ofbeldisfulla hegðun en neitaði ákæru um að valda Cox verulegum líkamlegum skaða.

Lombardi lýsti yfir samúð fyrir rétti en sagðist ekki hafa átt sök á árásinni á Cox. Dómstóllinn segir að annar maður hafi verið sekur um höggið sem varð til þess að Cox lá í jörðinni og hlaut alvarleg meiðsli.

Athugasemdir
banner
banner