Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. október 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois ósáttur með sjöunda sætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois átti draumatímabil með Real Madrid á síðustu leiktíð en endaði þó aðeins í sjöunda sæti í kjörinu um Gullknöttinn.


Courtois varði meistaralega í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid sigraði gegn Chelsea, Manchester City og Liverpool þrátt fyrir að vera lakari aðilinn alla leikina, bæði heima og úti.

Markvörslur Courtois og mörk Karim Benzema gerðu það að verkum að Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. 

„Ég sé að markverðir geta ekki unnið Gullknöttinn. Ég vann bæði deildina og Meistaradeildina. Liðið mitt vann mikilvæga leiki útaf markvörslunum mínum. Samt enda ég í sjöunda sæti, sem betur fer fundu þeir upp á þessum markvarðaverðlaunum," sagði Courtois eftir verðlaunaafhendinguna og hló.

Courtois hlaut Lev Yashin verðlaunin fyrir að vera besti markvörður ársins. Yashin er eini markvörðurinn sem hefur unnið Gullknöttinn en Gianluigi Buffon, Oliver Kahn og Manuel Neuer hafa komist nálægt því frá aldamótum.


Athugasemdir
banner