Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. nóvember 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna í dag - Fyrsti sigur Blika?
Breiðablik mætir Kharkiv
Breiðablik mætir Kharkiv
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik spilar fjórða leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag er liðið fær úkraínska liðið Kharkiv í heimsókn á Kópavogsvöll.

Blikar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum gegn Paris Saint-Germain og Real Madrid en gerði svo jafntefli við Kharkiv ytra.

Síðari leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 17:45 í dag og vonast Blikar til þess að ná í fyrsta sigurinn í riðlakeppninni. Real Madrid mætir þá PSG á Alfredo di Stefano-leikvangnum í Madríd.

Meistaradeild kvenna

A-riðill:
17:45 Wolfsburg - Juventus
20:00 Chelsea - Servette Chenois

B-riðill:
17:45 Breiðablik-WFC Kharkiv (Kópavogsvöllur)
20:00 Real Madrid-PSG (Estadio Alfredo di Stefano)
Athugasemdir
banner
banner
banner