Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. janúar 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
Afríkukeppnin í dag - Egyptaland þarf á stigi að halda
Mohamed Salah, stjarna Egyptalands.
Mohamed Salah, stjarna Egyptalands.
Mynd: EPA
Í kvöld er lokaumferð D-riðils Afríkukeppninnar en báðir leikirnir verða klukkan 19; Egyptaland - Súdan og Gínea-Bissá - Nígería.

Egyptaland þarf á stigi að halda til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni og fylgja þar með Nígeríu upp úr riðlinum en Nígeríumenn hafa unnið báða leiki sína.

Egyptaland hefur fengið talsverða gagnrýni á mótinu en Carlos Queiroz og hans lærisveinar hafa verið langt frá sínu besta. Samt sem áður eru þeir á barmi þess að komast áfram.

Þó jafntefli nægi þá gera egypskir stuðningsmenn kröfu á að Mohamed Salah og félagar vinni Súdan.

Gínea-Bissá hefur aldrei unnið leik í Afríkukeppninni, í átta tilraunum. Liðið hefur farið illa með sín tækifæri og ef liðið skorar ekki gegn Nígeríu í kvöld verður það fyrsta liðið í sögu Afríkukeppninnar til að fara í gegnum sjö leiki án þess að skora.

Lokaumferð D-riðils:
19:00 Egyptaland - Súdan
19:00 Gínea-Bissá - Nígería

Staðan:
1. Nígería 6 stig (+3 í markatölu)
2. Egyptaland 3 stig (0)
3. Gínea-Bissá 1 stig (-1)
4. Súdan 1 stig (-2)
Athugasemdir
banner