Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Brighton hafnar tilboði Chelsea í Caicedo
Moises Caicedo í leik með Brighton
Moises Caicedo í leik með Brighton
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hafnaði í dag 55 milljón punda tilboði Chelsea í Moises Caicedo. Þetta kemur fram í Athletic í dag.

Chelsea hefur þegar keypt fjóra leikmenn í þessum glugga en þeir Mykhailo Mudryk, Joao Felix, Benoit Badiashile og David Datro Fofana sömdu við félagið og er nú félagið að vinna í fimmta leikmanninum.

Félagið vill fá Moises Caicedo, leikmann Brighton, en í dag lagði það fram skriflegt tilboð upp á 55 milljónir punda, sem var hafnað um leið.

Caicedo fær ekki að fara frá Brighton í þessum mánuði og er gert ráð fyrir því að hann spili út tímabilið.

Brighton er að selja Leandro Trossard til Arsenal og verður það frágengið á næstu dögum en annars ætlar félagið að halda öðrum stjörnum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner