Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Barcelona ferðuðust með þyrlu í bikarleik
Ekki þyrlan sem Barcelona ferðaðist með.
Ekki þyrlan sem Barcelona ferðaðist með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barcelona mætir í kvöld AD Ceuta í spænska konungsbikarnum. Það eitt og sér er kannski ekki svo merkilegt en það sem er merkilegra er hvernig leikmannahópurinn og starfsliðið ferðaðist í leikinn.

Ferðast var með þyrlu frá Barcelona til Ceuta sem er á meginlandi Afríku, sjálfstjórnarborg með landamæri við Marokkó.

Í staðinn fyrir að fara í flugvél yfir Miðjarðarhaf var ákveðið að fljúga með þyrlu í leik kvöldsins.

AD Ceuta er í þriðju efstu deild og mætast liðin í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Barcelona er topplið La Liga og var í vandræðum með Intercity í síðustu umferð bikarkeppninnar. Þá þurfti mark frá Ansu Fati í framlengingu til að tryggja Barcelona áfram í keppninni.


Athugasemdir
banner